Þegar heimurinn er úr jafnvægi getum við öll gert smá á hverjum degi til að endurheimta hann. Það er líka ástæðan fyrir því að þeir Friedrich Büse og Jens Wedel stofnuðu endori árið 2015 í Bamberg í Þýskalandi. Til að koma heiminum aftur í jafnvægi verður þú að njóta þess að gera það. Matarvenjur eru mikilvægur þáttur í þeim breytingum. Með endori fá viðskiptavinir tækifæri til að finna jafnvægið milli persónulegs smekks og félagslegrar vellíðunar. Það gerum við með því að bjóða upp á bragðgóðar matvörur, þar sem plöntuprótein er í aðalhlutverki, í stað dýrapróteins. Öll getum við tekið skrefið - og notið á meðan.

Sífellt fleira fólk kýs að gerast „vistkerar“ (e. “flexitarian”), þar sem það leitast við að borða minna kjöt. endori kappkostar við að finna nýjar leiðir til að tryggja að fólk sem er á jurtafæði fái hollan og góðan mat, um leið og það hjálpar til við að varðveita umhverfið, náttúruna og dýrin. Þannig eru vörurnar frá endori fyrst og fremst gerðar úr ertum.

Vottanir og gæðastimplar